
Motturnar okkar
Motturnar okkar eru framleiddar í Þýskalandi og eru mjög vandaðar. Þær eru örþunnar og undirlagið er allt mjög stöðugt. Þær henta því vel við hurðir. Hjólastólar og göngugrindur fara leikandi létt yfir motturnar. Allar motturnar mega fara í þvottavél.
Mottur allar tegundir - DOORMATS
MOTTUR Í ÖLLUM STÆRÐUM
Við bjóðum ýmsar stærðir og form af mottunum okkar. Höfum aukið vöruúval í stórum mottum. Flestar af okkar vinsælu mottum eru til í 2-3 stærðum. Hefðbundin stærð er 50x75 og hentar sú stærð fyrir framan hurðir.

ÚTSALA / LAGERSALA
Mottur - kisur

ÁTTU HUND, HEST EÐA KÖTT?
Bjóðum upp á fallegar og litríkar mottur með myndum af dýrum. Eigum til kisur, hunda, hesta og fugla. Motturnar okkar eru framleiddar í Þýskalandi og bera myndir og listaverk eftir heimsfræga listamenn.

MOTTUR FRAMLEIDDAR Í ÞÝSKALANDI
Allar motturnar okkar mega fara í þvottavél og eru með stöðugu undirlagi undir allri mottunni. Þær færast því ekki til og eru örþunnar þar að auki.
MOTTUR STÆRÐ: 75X120

íslenski hesturinn - íslensk náttúra
Ertu í hestamennsku? Eða þekkir einhvern sem stundar hestamennsku? Við eigum nokkrar mottur með myndum af fallega íslenska hestinum í íslenskri nátturu. Falleg gjöf fyrir hestafólk.
MOTTUR STÆRÐ 75X190
Fjölnota pokar & Töskur - BAGS MULTIUSE
Vörurnar okkar
Vörurnar okkar koma allar frá Þýskalandi. Gler- og postulínsvaran kemur frá þýska fyrirtækinu Goebel, sem framleiðir gjafavörur sem prýða myndir gömlu Meistaranna og núlifandi listamanna eins og Rosina Wachtmeister. Goebel er yfir 100 ára gamalt fyrirtæki og fyrstu vörurnar sem voru framleiddar (og eru enn framleiddar) eru englarnir. Enn þann dag í dag er unnið með handverk og stór hluti varanna er handmálaður á postulín.
Motturnar okkar koma frá Þýskalandi og eru framleiddar þar. Þær eru mjög vandaðar, með stöðugu undirlagi, örþunnar og mega fara í þvottavél.