Englar

Englarnir frá GOEBEL eru fyrsta varan sem fyrirtækið framleiddi, þeir eiga því yfir 100 ára sögu hjá fyrirtækinu.  Á hverju ári eru framleiddir svokallaðir árs-englar sem bera ártal þess árs, þá er framleiddur stór engill, lítill engill sem er einnig bjalla, bjalla og kúla sem eru allt vörur sem eru handmálaðar á postulín.

Allir englarnir eru handmálaðir á postulín og framleiddir í takmörkuðu magni ár hvert. Stóri ársengillinn er mjög vinsæll söfnunargripur og fær hver engill númer sem er merktur hverjum engli. Litlu englarnir eru einnig handmálaðir og geta staðið eða hangið þar sem þeir eru einnig bjalla. Englar eru falleg gjöf til að fagna fæðingu barna, minnast ástvina eða til að gefa við fallegar minningar eða tímamót ❤️