Mottur

Motturnar okkar eru mjög vandaðar og bera myndir eftir heimsfræga listamenn.  Motturnar eru framleiddar í Þýskalandi og hægt að nota þær inni og úti. 

Allar motturnar okkar eru með 5 ára ábyrgð og þær má þvo við 40 gráður (fara skal nákvæmlega eftir leiðbeiningum á mottunum).

Undirlag mottana er mjög stöðugt og eru því hentugar á öll heimili.  Þær eru einnig örþunnar og hentar því vel fyrir framan allar hurðir. 

Athugið að allar motturnar eru handskornar og því getur verið örlítil skekkja í stærðinni á mottunum. 

Nýjasta viðbótin er vörulína sem heitir FUN, þar fá listamenn og hönnuðir sem vinna fyrir EFIA að spreyta sig og hanna mottur sem síðan eru settar í sölu.  Þannig er fyrirtækið að gefa ungum og lítið þekktum listamönnum og hönnuðum tækifæri að koma sinni list og hönnun á framfæri.

Við bjóðum núna upp á mottur með fallegum ljósmyndum af íslenska hestinum í íslenskri náttúru víðsvegar um landið.  Myndirnar eru teknar af áhugaljósmyndurum sem hafa ferðast um landið og náð fallegum myndum af fallega íslenska hestinum okkar.