Alphonse Mucha

Alfons Maria Mucha fæddur 24. júlí 1860 - 14. júlí 1939, þekktur sem Alphonse Mucha, var tékkneskur málari og grafískur listamaður, sem bjó í París á Art Nouveau tímabilinu.  Hann var þekktur fyrir einkennandi stíl og  þá sérstaklega vel skreytt leikhús-veggspjöld af leikkonunni Sarah Bernhardt. Hann gerði málverk, myndir, auglýsingar, póstkort og aðra hönnun sem urðu gífurlega þekkt á þessu tímabili.

Á seinni hluta starfsferils síns eða 43 ára, snéri hann aftur til heimalands síns og helgaði sig að mála minnisvarða sem voru röð tuttugu listaverka og voru nefnd Slav Epic, sem sýnir sögu allra slavneskra þjóða heims.  Þennan minnisvarða málaði hann á árunum 1912 til 1926.

Árið 1928, á tíu ára sjálfstæðisafmæli Tékkóslóvakíu kynnti hann listaverkaröðina Slav Epic í Tékklandi.  Mucha fannst það vera sitt mikilvægasta verkefni á sínum ferli og má finna þessi listaverk á Þjóðminjasafninu í Prag, Tékklandi.

 

Gismonda, Theatre de la Renaissance 1894

 

Árstíðirnar, The Four Seasons (1896-1900)

Árstíðirnar voru fyrstu myndir Mucha af auglýsingaspjöldum og varð ein vinsælasta listaverkaröðin hans.  Þetta urðu svo vinsælar myndir að frægasti prentari Tékklands; Champenois, bað Mucha um að gera fleiri myndir byggðar á upprunalegu seríunni, þess vegna eru til nokkrar útgáfur af Árstíðum Mucha.

Hugmyndin að persónugera árstíðirnar var ekki nýtt á nálinni, dæmi um slíkt var að finna í verkum gömlu meistaranna sem og öðrum útgáfum Champenois.  Samt sem áður dýpkaði Mucha myndirnar og setti Árstíðirnar í meiri sveitastíl sem gaf gömlu upprunalegu myndunum nýtt líf. 

Hérna sjáum við upprunalegu myndirnar samanborið við nýju myndirnar, sakleysi vorsins, rakt sumarið, blómlegt haustið og kaldan veturinn.

Árstíðirnar (1896) - upprunalegu myndirnar.

Árstíðirnar (1900) - nýju myndirnar.