Listamaðurinn Gustav Klimt
Gustav Klimt (14. júlí 1862 - 6. febrúar 1918) var austurrískur táknrænn listmálari og einn mest áberandi meðlimur Vienna Secession listamanna-hreyfingarinnar. Þessi hreyfing gerði uppreisn gegn þá þekktum listahugtökum og kynntu til leiks nýjan stíl í anda Nýstílsins e. Art Nouveau. Hann átti það til að hneyksla gagnrýnendur og kennara með óhefðbundinni tækni og stundum ögrandi þemu, þrátt fyrir þetta varð hann seinna einn af bestu listamönnum í Evrópu. Í dag eru hans listaverk talin með í öllum hópum yfir bestu málverk allra tíma. Hans vinsælustu og merkustu listaverk eru mörg, en þau sem eru talin hér að neðan sýna það vel af hverju hann er einn af gömlu Meisturunum.
The Kiss - Kossinn (1908)
Frægasta listaverki Gustav Klimt er án efa The Kiss eða Kossinn. Listaverkið sýnir elskendur í faðmlögum á fallegu blómaengi
Málverkið vakti gífurlega eftirtekt þegar það var fyrst kynnt árið 1908 og þrátt fyrir að vera þá ekki fullklárað keypti austurríska listasafnið í Vínarborg; Galerie belveder það strax þrátt fyrir að vera ólokið. Klimt kláraði málverkið árið 1909 og enn er hægt að skoða verkið á þessu safni í dag.
Stærð listaverksins er 180 x 180 cm
Adele Bloch-Bauer (1907)
Adele Bloch-Bauer I (einnig kallað The Lady in Gold eða The Woman in Gold) er málverk eftir Gustav Klimt, málað á árunum 1903 og 1907.
Adele Bloch-Bauer I (einnig kallað The Lady in Gold eða The Woman in Gold) er málað á árunum 1903 og 1907. Eiginmaður hennar, Ferdinand Bloch-Bauer bankastjóri og sykurframleiðandi óskaði eftir því að Klimt málaði myndina.
Málverkið er síðasta verk hans á gulltímabili hans og undirstrikar fullkomlega það tímabil. Það var fyrsta af tveimur myndum af Adele, seinni var máluð árið 1912; Þetta voru tvö af nokkrum verkum listamannsins sem fjölskyldan átti. Adele dó árið 1925, óskaði hún eftir því í erfðaskrá sinni að listaverkin eftir Klimt yrðu áfram á Galerie Belvedere, jafnvel þó þau væru í eigu Ferdinand en ekki hennar. Eftir að nasistar tóku yfir Austurríki flúði Ferdinand frá Vín og fór til Sviss. Hann skildi eftir mikið af auðæfum sínum, þar með talið listasafnið hans. Málverkinu var stolið af nasistum árið 1941, ásamt eigum Ferdinands, eftir skattlagningu sem var lögð á hann, allt var tekið upp í skammtheimtu. Lögfræðingur þýska ríkisins gaf myndina til Galerie Belvedere og sagðist vera að fylgja eftir óskum Adele. Ferdinand dó árið 1946 og óskaði eftir í því í erfðaskrá sinni að eigur hans skildu fara til frænda hans og tveggja frænka.
Árið 1998 staðfesti Hubertus Czernin, austurrískur rannsóknarblaðamaður, að Galerie Belvedere hefði að geyma nokkur verk sem voru stolin frá Gyðingum í stríðinu og jafnframt að listasafnið hafi neitað að skila verkunum til upprunalegu eigendanna og sem verra var að þau vildu ekki viðurkenna að þjófnaður hefði átt sér stað. Ein af frænkum Ferdinands, Maria Altmann, réði lögfræðinginn E. Randol Schoenberg til að gera kröfu gegn galleríinu að fá fimm af verkum Klimt aftur. Eftir sjö ára vinnu, sem var einnig tekið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, samþykkti gerðardómur í Vín að málverkið og öðru sem hafði verið stolið af fjölskyldunni ætti að skila til Altmann. Verkið var síðan selt til kaupsýslumannsins og listasafnarans Ronald Lauder fyrir USD 135M , sem setti verkið í Neue Galerie, listasafnið í New York sem hann var stofnaði.
The Tree of Life, Expectation and Fulfillment (1905-1911)
Klimt var ráðinn í stórt verkefni af verkfræðingnum Adolphe Stoclet og konunni hans til að mála mynstur/þema í borðsalinn þeirra í Brussel. Höllin sjálf var byggð af Josef Hoffman og er fullkomið dæmi um hugtakið Gesamtkunstwerk (List í heild sinni). Stórkostleg mósaíklist Klimts passaði fullkomlega við fagurfræði Hoffman sem hin fullkomna list. Listaverkin þrjú voru sett á þrjá veggi í höllinni og má sjá grunnteikningarnar af þessum listaverkum á Nýlistasafninu MAK í Vín, Austurríki.
Philosophy, Medicine, and Jurisprudence (1900 – 1907)
Á árunum 1900-1907, var Klimt ráðinn til að mála myndaröð fyrir Háskólann í Vín. Gagnrýnendur, starfsmenn Háskólans og opinberir starfsmenn gagnrýndu verkin og sögðu þau ómenningarleg og töldu þau skemma mannorð Klimts. Í dag eru einungis til grunnteikningar og örfáar ljósmyndir af þessum verkum.
Fritza Riedler
Fritza Riedler var eiginkona Alois Riedler, austurrísk verkfræðings. Þessi mynd var ein af frægustu portrett myndum Klimt's og þótti vinsæl hjá hinum ríku og frægu í Vínarborg á þessum tíma. Myndin þótti standa fram úr og bar keim af þrívíddar einkennum sem þekktust ekkert á þessum tíma. Þetta sést á stólnum sem Frtiza situr á og sést einnig á veggnum fyrir aftan höfuð hennar. Eins og mörg önnur listaverk er þetta einnig geymt hjá Galerie Belvedere.
Stærð: 152 x 134 cm
Hope II (1908)
Hope II eða Von II málað á árunum 1907-08, sýnir þungaða, berbrjósta konu með glæsilegt sjal. Hún horfir niður á magann sinn sem sýnir hauskúpu, sem er talið tákna dauða eða hættu fyrir ófætt barn hennar. Konan er talin vera annaðhvort að biðja fyrir ófæddu barni sínu eða hafa áhyggjur af því. Við fætur hennar eru þrjár konur sem beygja einnig höfuð sitt eins og hún gerir - annaðhvort að biðja eða syrgja örlög barnsins. Á fótum hennar eru þrjár kvenkyns tölur með höfuð þeirra eins og beygðir - annaðhvort í bið eða sorg yfir örlög barnsins. Meistaraverkið er að finna í dag hjá Gallerí 4 í Nýlistasafninu í New York borg
Stærð: 100,5 x 110,5 cm
.
The Three Ages of Woman (1905)
Þrjár kynslóðir kvenna (stundum nefnt Móðir og barn) stendur fyrir þrjár konur á mismunandi tímabilum lífsins. Barnæska, ung kona og móðir og síðan eldri kona. Innblásturinn af eldri konunni sem heldur um andlit sitt er talin hafa komið frá styttu Austuste Rodin's; The Old Courtesan. Málverkið var fyrst sýnt almenningi árið 1910 á Feneyjum, Ítalíu. Tveimur árum seinna var það keypt af Nýlistasafninu í Róm, þar sem það hefur verið síðan.
Beethoven Frieze (1902)
Klimt málaði eitt af frægustu listaverkum sínum - Beethoven Frieze - á vegg Seccession byggingarinnar í Vínarborg. Hann málaði þetta sérstaklega fyrir listasýningu sem var haldin í byggingunni árið 1902. Eftir lok sýningarinnar var listaverkið "human quest for happiness" fjarlægt af veggnum og selt til listasafnara. Á áttunda áratugnum var það keypt af ríkisstjórn Austurríkis til að gera það aðgengilegt fyrir almenningi. En þetta gerðist þó ekki fyrr en árið 1986 þegar það var sýnt aftur í sérhönnuðu herbergi í Secession Byggingunni.
Death and Life (1910)
Dauðanum er lýst í formi beinagrindar með dökka skikkju til vinstri og stendur fyrir ævarandi ógn við fólk, bæði ungt og gamall. Heildar túlkun á málverkinu er hins vegar jákvæð. Dauðin getur verið handan við hornið getur tekið líf mjög óvæntþ En dauðinn vinnur ekki á móti hring lífsins. Verkið er í dag á Leopold-safninu í Vín, Austurríki.
Stærð: 178 x 198 cm
Danaë (1907)
Myndin sýnir dóttur hins fræga Konungs Acrisius af Argos. Konungurinn var forvitinn um framtíðina og heimsækir spákonuna Delphi Oracle sem segir honum að hann muni einn daginn verða drepinn af syni Danaë. Til þess að koma í veg fyrir að það gerist, fangelsar Konungurinn dóttur sína í glæsilegum fangaklefa til að koma í veg fyrir að hún eignist börn. Eina nóttina, samt sem áður, heimsækir Zeus (í formi gullregns) dótturina og barnar hana. Klimt er þannig að mála augnablikið sem Zeus kemur til Danaë, eða gullregnið milli fóta Danaë.
Málverkið er til sýnis hjá Galerie Würthle í Vín, Austurríki.
The Virgin (Die Jungfrau) (1913)
Listaverkið Hreina Meyjan sýnir meyjuna umkringda sex nöktum konum. Ýmsar ólíkar túlkanir á verkinu hafa komið fram, vinsælasta er sú að að verkið sýni breytingu á ungri stúlku yfir í unga konu. Þetta listaverk er á Listasafninu í Prag, Tékklandi.
Stærð: 190 x 200 cm
Judith and the Head of Holofernes (Judith I) (1901)
Þetta listaverk hefur einnig verið kallað Judith I, eins og sést þá heldur ekkjan Judith á höfði Assýríska hershöfðingjan Holofernes. Fallega hebreska ekkjan gekk inn í óvinabúðir til að táldraga höfðingjann og vinna sér inn traust hans til þess eins að drepa hann. Eina nóttina gerist Holofernes dauðadrukkinn og nýtir þá fallega ekkjan tækifærið og afhausar hann og hjálpar þannig Ísraelsmönnum að sigra óvinina. Listaverkið er á austurríska listasafninu Galerie Belvedere í Vínarborg.
Stærð: 84 x 42 cm