Listamaðurinn Rosina Wachtmeister
Listakonan Rosina Wachtmeister
Rosina fæddist í Vínarborg í Austurríki árið 1939 og hélt upp á 80. ára afmælið í janúar á þessu ári. Hún hefur verið í góðu samstarfi við fyrirtækið Goebel í yfir 20 ár og enn óstöðvandi í list sinni.
Þegar hún var ung stúlka flutti fjölskylda hennar til Capena í Róm sem er hvað þekktast fyrir að vera fallega héraðið. Rosina er enn þann dag í dag mjög þekkt og vinsæl í þorpinu sem og víða um heim eru myndirnar hennar og skúlptúrar gífurlega vinsælar.
Rosina kemur úr stórri fjölskyldu sem átti mikið af dýrum og átti fjölskylda hennar stóran garð. Rosina er mjög hrifin af náttúrunni og umhverfinu sem hafa alltaf veitt henni innblástur í verkum hennar. Þegar Rosina var fjórtán ára flutti fjölskylda hennar til Brasilíu. Þar hóf hún nám í listum, skúlptúrgerð og hönnun í borginni Porto Alegre. Árið 1967 flutti hún síðan aftur til Ítalíu.
Eftir að hún snéri aftur til Ítalíu, hóf hún að sýna verkin sín hjá listasafninu Piazza Navona. Hún varð sífellt vinsælli og þekktari. Árið 1998 hóf hún að vinna hjá Goebel Postulínsverksmiðjunni sem hönnuður. Hennar uppáhalds viðfangsefni eru kettir og meirihluti verka hennar bera myndir af köttum. Sem dæmi er verkið "Colourful Cat Family", sem er málverk af tveimur köttum í ramma. Verkið er er unnið í einföldum stíl og passar vel inn í ólík umhverfi.

Annað dæmi er verkið "The Flute Player", það verk ber mynd af stúlku spila á flautu. Litirnir sem hún notaði eru bjartir og falla vel inn í það umhverfi sem myndir sýnir, sem er á sólríkum degi.

Öll hennar verk eiga það sameiginlegt að sýna gleði, hamingju og frið.
Rosina hefur einnig skrifað bækur, vinsælasta bókin hennar er Das Lied von der Liebe. Ástríða hennar og fjölskyldu hennar er og hefur ávallt verið að byggja upp litla bæinn Capena með hæfni sinni og hæfileikum.
Öll listaverkin hennar, hvort sem um ræðir myndir, kisur, vasar, bollar eða kertastjakar fá skemmtileg nöfn og má sjá sömu mynd á hinum ýmsu vörum . Hér er þýðing á vinsælum verkum eftir Rosinu:
Sogno di Farfalle = Dansandi fiðrildi
Primavera = Vor
Il giardino segreto = Leynigarðurinn
Momenti di'oro = Gullnu stundirnar
I Colori del Tramonto = Litir sólsetursins
Papavera = Rauðu blómin