Lukkutröllin
Lukkutröll – frá leikfangi yfir í hönnunarfyrirbæri!
Lukkutröllin þekkja margir kynslóðir Íslendinga og þau má finna á mörgum heimilum á Íslandi. Þau eru falleg gjöf og færa eigendum sínum lukku og gæfu um ókomna tíð.
Thomas Dam er faðir lukkutröllana, hann ólst upp í mikilli fátækt í litlum bæ sem heitir Gjöl í Danmörku. Þegar seinni heimstyrjöldin gekk yfir var gífurlega erfitt að finna vinnu í Danmörku þannig að konan hans lagði til að þau reyndu að selja tálgaðar fígurur sem þau höfðu framleitt í gegnum árin. Fljótlega mynduðust viðskiptasambönd og hjólin fóru að snúast og hófst þannig falleg vegferð Lukkutröllanna og gerði fjölskyldunni kleift að lifa af erfiða stríðstíma.
Nokkrum árum seinna hóf Thomas Dam að framleiða fígurúrnar einnig úr gúmmíi. Ástæðan fyrir því var að hann langaði að búa til eitthvað sem mundi gleðja fólk og fá það til að brosa. Skilaboðin voru skýr, tröllin áttu að faðma heiminn og færa fólki lukku og gæfu og ákvað hann því að hanna tröllin með faðminn úti.
Tröllinn vöktu gífurlega athygli á þessum árum og árið 1958 heimsótti Thomas Dam sjálfan John F Kennedy þá forseta Bandaríkjanna í Hvíta Húsinu. Sama ár fór heimsfræga flugkonan Betty Miller með lukkutröll með sér í flug sitt yfir Kyrrahafið. Einnig fékk Thomas viðurkenningu og fengu Lukkutröllin heiðurin að vera valið Leikfang ársins 1961 og var einnig notað sem aðgöngumiði inn á Heimssýninguna í New York.
Árið 1964 voru Lukkuktröllin orðin heimsfræg og þá var ekki aftur snúið og fengu þau umfjöllun í stærstu tímaritum á þeim tíma og hafa verið vinsæl gjöf við mörg tilefni allar götur síðan. Því miður lést Thomas Dam úr krabbameini árið 1989 og náði því ekki að upplifa endurkomu Lukkutröllana á næstu árum.
Árið 2011 keypti kvikmyndaframleiðandinn Dreamworks kvikmyndaréttinn á sögu Lukkutröllana og hóf framleiðslu á teiknimyndum um ævintýri Lukkutröllana.
Kvikmyndin „Trolls – the movie“ kom út 2016 og þar voru stórstjörnur eins og Justin Timberlake sem talaði fyrir tröllin ásamt því að lagið hans „Can‘t stop the feeling“ var lykillag myndarinnar.
Árið 2015 breytast lukkutröllin úr hálfgerðu leikfangi yfir í hönnunar fyrirbæri og í þá mynd sem við sjáum í verslunum í dag. Þau eru í dag búin til úr sérstöku keramiki ásamt eldri gúmmí útgáfunni og eru öll með hár úr ull sem má greiða og setja upp á ýmsa skemmtilega vegu.
Hjá okkur er hægt að fá bæði klassísku lukkutröllin í ýmsum stærðum og litum. Einnig bjóðum við upp á „Hetjurnar“ sem eru svokölluð framlínutröll sem hver hafa sitt starfshlutverk t.d. hjúkrunarfræðingur, smiður, bakarinn, bóndinn osfrv.
Kíktu á úrvalið hér:
https://oskir.is/collections/lukkutroll